Covid 19 og sóttkví

Alþingi hefur samþykkt lög um greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir.

Gildissvið laganna er í meginatriðum tvíþætt og tekur til launagreiðslna vegna:

1) Launafólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
2) Barna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda

Hvað varðar launamenn í sóttkví byggja lögin á samkomulagi SA við stjórnvöld og ASÍ um viðbrögð til að hægja á útbreiðslu COVID 19. 

SA beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að laun verði greidd til starfsmanna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Hvert og eitt fyrirtæki verður að meta með hvaða hætti það mætir þeim tilmælum en SA telja mjög æskilegt að atvinnurekendur taki þeim með jákvæðum hætti, m.a. með hliðsjón af endurgreiðslu hluta kostnaðar af hálfu ríkisins. Sótt er um endurgreiðslu á vef Vinnumálastofnunar.

Sjá nánar um framkvæmdina hér neðar í "spurt og svarað". 

SA leggja áherslu á að atvinnurekendur grípi til allra ráðstafana á vinnustöðum til að draga úr smithættu í samræmi við viðbragðsáætlun. Þeir kynni sér vel upplýsingavef Landlæknis, m.a. sérstakar upplýsingar fyrir atvinnulífið og vefinn www.covid.is. 

___________

Flest fyrirtæki sem sótt hafa um greiðslur til Vinnumálastofnunar vegna launa í sóttkví ættu að eiga von á leiðréttingu frá Vinnumálastofnun .

Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála í fordæmisgefandi máli sem Samtök atvinnulífsins aðstoðuðu félagsmann sinn við en fjöldi fyrirtækja hafði leitað til samtakanna vegna umdeildar túlkunar Vinnumálastofnunar á lögunum.

Sjá nánar: Hvaða kostnaður fellur á atvinnurekanda?

Síðast uppfært 9.2.2021: Hvaða kostnaður fellur á atvinnurekanda?

Á starfsmaður í sóttkví rétt á launum?

Tilmæli SA um laun starfsmanna í sóttkví

Ber að greiða starfsmanni vegna barns í sóttkví

Til hvaða barna nær greiðsla launa?

Hvaða kostnaður fellur á atvinnurekanda?

Þarf fyrirtæki mitt að setja sér viðbragðsáætlun?

Hvað gerum við ef starfsmaður er smitaður af kórónavírus?

Megum við spyrja hvort starfsmaður er smitaður af kórónavírus (COVID 19)?

HVAÐ GERUM VIÐ EF STARFSMAÐUR ÁKVEÐUR AÐ FERÐAST ERLENDIS Í ORLOFI SÍNU?

Getum við krafist þess að starfsmaður fari í sóttkví vegna áhættu á smiti af kórónavírus?

Hvað gerum við ef starfsmaður er í fríi erlendis og þarlend yfirvöld setja hann í sóttkví vegna kórónavíruss?

Má starfsmaður ferðast til hættusvæða í fríi sínu?

Hvað gerum við ef starfsmaður er í vinnuferð erlendis og þarlend yfirvöld kyrrsetja hann vegna kórónavíruss?

Getur starfsmaður neitað að fara í vinnuferð vegna hættu á kórónavíruss?

Hvað gerum við ef starfsmaður fær ekki pössun fyrir barnið sitt vegna þess að leikskóli er lokaður vegna kórónavíruss (eða verkfalls)?

Hvað gerum við, ef starfsmaður vill ekki mæta til vinnu vegna ótta við að smitast?

Má starfsmaður vera heima vegna vandræða með almenningssamgöngur?

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.