Sérstök uppsagnarvernd

Meginreglan er að hvorum aðila um sig, vinnuveitanda eða starfsmanni, er frjálst að segja upp ráðningarsamningi án þess réttlæta uppsögnina eða tilgreina ástæður, nema lög eða kjarasamningar kveði á um annað.

Í aðalkjarasamningum SA er kveðið á um rétt starfsmanns til viðtals um ástæður uppsagnar en í því felst engin takmörkun á rétti vinnuveitanda til uppsagnar.

Einstakir hópar njóta þó sérstakrar uppsagnarverndar samkvæmt lögum. Það eru trúnaðarmenn, öryggistrúnaðarmenn, barnshafandi konur og foreldrar í fæðingarorlofi. Vinnuveitandi þarf einnig að gæta að vernd einstaklinga samkvæmt jafnréttislögum, lögum um fjölskylduábyrgð og aðilaskiptalögum.

Fjallað er um stöðu allra þessara hópa hér á vefnum.

Þá geta verið reglur í einstökum kjarasamningum sem takmarka uppsagnarrétt að einhverju leyti. Slík ákvæði eru þó fátíð og eingöngu í kjarasamningum einstakra fyrirtækja.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.