Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar.
SAMEIGINLEG ÁKVÆÐI SAMIÐNAÐARMANNA:
Tímabundin ráðning – styttri uppsagnarfrestur
Heimilt er að ráða starfsmenn tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Slíku ráðningarsambandi má segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót. Hentugt getur verið að hafa slíkt form á við nýráðningar starfsmanna sem unnið hafa lengur en ár í starfsgrein. Þá er starfsmaður ráðinn tímabundið með skriflegum samningi til allt að þriggja mánaða með heimild til uppsagnar á ráðningartímanum.
„Ráðning er tímabundin til þriggja mánaða og lýkur þá ráðningu án sérstakrar uppsagnar. Heimilt er á tímabilinu að segja samningnum upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót.”
Uppsögn yfirvinnu
Sérákvæði gilda um uppsögn reglubundinnar yfirvinnu, sbr. gr. 2.2.2. í kjarasamningi SA og Samiðnar. Uppsagnarfrestur er enginn fyrstu tvo mánuðina sem yfirvinna stendur reglubundið en tvær vikur eftir það. Ekki er krafist fyrirvara ef um óviðráðanlegar orsakir er að ræða. Efnisskortur telst í þessu sambandi ekki til óviðráðanlegra orsaka.
Langur líf- og starfsaldur við starfslok
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Starfstími Uppsagnarfrestur
Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót
Ákvæði kjarasamnings byggingamanna um flutning réttinda milli vinnuveitenda nær ekki til þessarar sérreglu um lengdan uppsagnarfrest, enda forsenda að starfsmaður hafi starfað í 10 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda.
Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.
BYGGINGARMENN
Starfstími Uppsagnarfrestur
Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár í starfsgrein 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár í starfsgrein 3 mánuðir m.v. mánaðamót
ATH. Hætti byggingamaður í Samiðn í starfsgrein sinni í eitt ár fær hann áunnin rétt til uppsagnarfrests eftir eins mánaðar starf. Hætti hann í þrjú ár falla áunnin réttindi niður.
MÁLMIÐNAÐARMENN
Starfstími Uppsagnarfrestur
Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár í starfsgrein 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót
STARFSMENN ÁN SVEINSPRÓFS
Starfstími Uppsagnarfrestur
Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót