Heildarlaunakostnaður

Heildarlaunakostnaður vegna starfsmanna er margþættur en honum má skipta í laun, laun fyrir óunninn tíma og launatengd gjöld:

1) Launagreiðslur til starfsmanna eru stærsti hluti launakostnaðar fyrirtækja. Í yfirliti yfir launakostnað í einstökum starfsgreinum er miðað við árslaun (heildarlaun) skv. gögnum Hagstofu Íslands. Hluti launa er einnig greidd neysluhlé, 3 klst. á viku (75 mín. á viku hjá skrifstofufólki).

2) Laun fyrir óunninn tíma, þ.e. þegar starfsmaður er ekki á vinnustað en á launum. Undir þennan lið fellur orlof, sérstakir frídagar („rauðir dagar") og veikindafjarvistir (eigin veikindi og veikindi barna). 

3) Launatengd gjöld eru þau gjöld sem vinnuveitandi greiðir til ríkisins, lífeyrissjóða og ýmissa sjóða tengdum stéttarfélögum stafsmanna. Einnig falla hér undir samningsbundnar tryggingar og eftir atvikum félagsgjöld til samtaka atvinnurekenda, sem gjarnan eru hlutfall af launagreiðslum. 

Hér er sundurliðaður launakostnaður vegna verkafólks, verslunarmanna og iðnaðarmanna:

Verkafólk
Verslunarmenn
Iðnaðarmenn

Síðast uppfært 2. janúar 2019

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.