Lög og reglur

Um vinnuvernd gildir sérstök löggjöf, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Lögin eru til styttingar nefnd vinnuverndarlögin. Tilgangur laganna er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í fyrirtækjum og stuðla að því að innan fyrirtækjanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál. 

Fjölmargar og mikilvægar reglur og reglugerðir hafa verið settar með stoð í vinnuverndarlögunum. Í þessum reglum / reglugerðum er fjallað nánar um framkvæmd vinnuverndar á einstökum sviðum. Listi yfir gildandi reglur og reglugerðir er á heimasíðu Vinnueftirlitsins.  

Sérstakri stofnun, Vinnueftirliti ríkisins (skamstafað VER), er falið eftirlit með framkvæmd vinnuverndarlaganna og þeim reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í þeim. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má jafnframt finna fræðsluefni tengt vinnuvernd og upplýsingar um námskeið sem stofnunin stendur fyrir. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.