Stórframkvæmdir

Samningur SA og aðildarfélaga ASÍ um stórframkvæmdir er hluti af aðalkjarasamningum þessara félaga og hefur því sama gildistíma og þeir. Líta má á þennan samning eins og sérstakan kafla í hlutaðeigandi kjarasamningum með ákvæðum sem gangi framar almennum ákvæðum samninganna. 

Samningurinn hefur afmarkað gildissvið og falli verkframkvæmd undir gildissviðið þá gilda ákvæði samningsins um réttindi og skyldur starfsmanna. Verktaka er einnig heimilt að semja svo um við starfsmenn sína að samningurinn skuli gilda við framkvæmd þótt hún falli utan gildissviðsins. Tilkynna skal samráðsnefnd SA og ASÍ um slíka samningsgerð. 

Við mat á því hvort framkvæmd falli undir gildissvið þarf að uppreikna fjarhæðir í grein 1.2.2, en þær miðast við byggingarvísitölu í janúar 2015. 

Samningur um stórframkvæmdir / Agreement on major development

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.