Ráðning starfsmanna

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ ÞESSI HLUTI VEFSINS ER EKKI LENGUR UPPFÆRÐUR, ENDA NÝR VINNUMARKAÐSVEFUR KOMINN Í LOFTIР

Þegar starfsmaður er ráðinn til vinnu þarf að huga að mörgum þáttum. Góður undirbúningur og vandaður ráðningarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining síðar.

Rétt er að hafa eftirfarandi þætti í huga:

  • Er ástæða til að auglýsa starfið og hvaða reglur gilda þá um auglýsingar?
  • Er rétt að leita til ráðningarfyrirtækis eða annarra sérhæfðra aðila á sviði mannauðsmála?
  • Eru skorður við því í lögum hvern má ráða til starfans, t.d. vegna aldurs eða kröfu um menntun?
  • Hvaða reglur gilda um ráðningarsamninga og efni þeirra?
  • Á að gera tímabundinn eða ótímabundinn samning? Reynslutími?
  • Hvaða kjarasamningur gildir sem lágmarkskjör í starfsgreininni?
  • Hvaða reglur gilda í kjarasamningi um vinnutíma, vaktavinnu / eftirvinnu, yfirvinnu, neysluhlé og annað sem áhrif getur haft á skipulag vinnu og launakostnað?
  • Hvernig er rétt að haga yfirborgun og hvaða liði er heimilt hafa sem hluta yfirborgunar?
  • Hlunnindi?
  • Sérstakar skyldur og trúnaður?

Hafa verður í huga að sérreglur gilda um ráðningu starfsmanna frá ríkjum utan EES, starfsmenn starfsmannaleiga og erlenda þjónustuverktaka.

       

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.