Hlutabætur og hlutf. ráðningarstyrkur

Hlutabótaleiðin sem í boði hefur verið frá því í mars 2020 rann sitt skeið þann 31. maí 2021. Frá þeim tíma er unnt að sækja um hlutfallslegan ráðningarstyrk fyrir þá starfsmenn sem voru á hlutabótum í apríl og maí 2021.  

Styrkurinn nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi launamanns auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fimm mánuði á tímabilinu 1. júní 2021 til og með 31. október 2021.

Upphaflegt starfshlutfall og óskertar orlofsgreiðslur
Skilyrði hlutfallslegs ráðningarstyrks er að viðkomandi launamaður og hlutaðeigandi fyrirtæki hafi samið um a.m.k. sama starfshlutfall og launamaðurinn hafði verið ráðinn í hjá fyrirtækinu áður en starfshlutfall hans var minnkað. Þá er skilyrði að viðkomandi fyrirtæki skuldbindi sig til að greiða viðkomandi launamanni óskertar orlofsgreiðslur á yfirstandandi orlofstímabili eða í samræmi við fyrra starfshlutfall þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið í minnkuðu starfshlutfalli hjá hlutaðeigandi fyrirtæki á ávinnslutíma orlofsréttinda. Að öðru leiti gilda sömu skilyrði og reglur um hlutfallslega ráðningarstyrkinn og hlutabætur.

Hér á vefnum má nálgast samkomulag um hækkað starfshlutfall og óskert orlofsréttindi.

Reglugerð um hlutfallslegan ráðningarstyrk má nálgast hér.
Sótt er um hlutfallslegan ráðningarstyrk á vef Vinnumálastofnunar.

___________________________

Um hlutabætur
Starfshlutfall verður að hafa lækkað um 20 prósentustig hið minnsta. Gerð er meðal annars sú krafa að tekjur atvinnurekanda eftir 15. mars 2020 hafi dregist saman um a.m.k. 25 prósent samanborið við eitt af tímabilum sem tilgreind eru í lögunum, sbr. nánar hér

Tímabundnar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði gera atvinnurekendum og launamönnum kleift að semja um lækkun starfshlutfalls án undangengins uppsagnarfrests.

Atvinnurekandi greiðir starfsmanninum laun í samræmi við nýtt starfshlutfall og starfsmaðurinn sækir á þeim grundvelli um atvinnuleysisbætur.

Mikilvægt er að atvinnurekendur og launafólk kynni sér vel þær greiðslur sem eru í boði og gangi skriflega frá samningum um lækkun starfshlutfalls. 

Hér á vefnum má nálgast upplýsingar um reglurnar, samningsform, reiknivél og svör við algengum spurningum. Atvinnurekendum er einnig bent á heimasíðu Vinnumálastofnunar þar sem skrá þarf upplýsingar um starfsmenn og breytingar á starfshlutfalli. 

SA og ASÍ hafa einnig sammælst um samningsform vegna hlutastarfs sem atvinnurekendur og launamenn geta stuðst við. Rétt er að atvinnurekendur kynni sér fyrst leiðbeiningar hér á vefnum, m.a. ef aðlaga þarf formið frekar að aðstæðum á vinnustað. Sjá jafnframt enska útgáfu og pólska útgáfu

SA ásamt aðildarsamtökum stóðu fyrir upplýsingafundi 22. apríl 2020 með aðkomu Vinnumálastofnunar þar sem spurningum félagsmanna var svarað um framkvæmd, upplýsingagjöf og greiðslur. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Síðast uppfært: 18.6.2021 

Af hverju þetta sérstaka úrræði?

Skilyrði hlutabóta

Í hverju felast frávikin frá almennum reglum um bætur á móti hlutastarfi?

Nær þetta úrræði til allra atvinnurekenda og launamanna?

Hvað með námsmenn og erlenda starfsmenn?

Hvað þurfa atvinnurekendur að hafa í huga?

Hvað er hlutastarf / starfshlutfall?

Hvað skal koma fram í samningi um lækkun starfshlutfalls?

Dæmi um samtölu launa og bóta - reiknivélar

Hvaða þýðingu hefur 90% viðmið við heildarlaun sl. þriggja mánaða?

Orlof og hlutastarf

Get ég krafist þess að starfsmaður fari strax í hlutastarf?

Má ég segja upp starfsmanni sem vill ekki fara í hlutastarf?

Hvað með þá einstaklinga sem njóta uppsagnarverndar?

Hvað ef ég segi upp starfsmanni á meðan hann er tímabundið í hlutastarfi?

Má starfsmaður vinna meira en samkvæmt lækkuðu starfshlutfalli?

Hvað með tekjur frá öðrum vinnuveitendum?

Er hægt að nýta sér hlutabótaleiðina við endurnýjun ráðningarsamninga?

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.