Verkamenn

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er landssamband verkafólks. Innan SGS eru 19 verkamannafélög um allt land. Hvert og eitt þeirra er með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en í kjaraviðræðum eru þau almennt í samfloti.

SA gera aðalkjarasamninga við samflot SGS félaga annars vegar og Eflingu - stéttarfélag hins vegar. Þeir ná til allra starfa verkafólks sem ekki falla undir aðra kjarasamninga. Sem dæmi um starfsgreinar sem falla undir aðalkjarasamninginn er fiskvinnsla, ræsting, mötuneyti, iðnaður, byggingastarfsemi, jarðvinna og flutningar. Nokkur aðildarfélög SGS eru með gild sérákvæði sem ekki eru birt í útgáfu SA og SGS.

SA gera einnig kjarasamning vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðarsölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Um er að ræða svokallaðan þjónustusamning milli SA og SGS og Eflingar.

Nálgast má samningana hér til vinstri.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.