Útsendir starfsmenn

Rétturinn til að veita þjónustu yfir landamæri á EES svæðinu er einn af hornsteinum EES samningsins. Jafnt einstaklingar sem lögaðilar, með atvinnurekstur í heimalandi sínu, geta boðið upp á og veitt þjónustu í öðru ríki innan EES án sérstakra leyfa. Þjónustan kann þó að vera tilkynningarskyld.

Gagnkvæmir samningar um veitingu þjónustu ná einnig til Sviss og Færeyja er hér verður til einföldunar einungis vísað til EES ríkja / borgara.

Þegar fyrirtæki sendir starfsmann tímabundið til annars lands til að veita þjónustu er sá starfsmaður jafnan nefndur „útsendur starfsmaður“ (e. posted worker). Lög tryggja honum lágmarkskjör og réttindi á meðan hann gegnir störfum í öðru landi.

Um útsenda starfsmenn sem sendir eru til Íslands og skyldur fyrirtækja og notendafyrirtækja fer skv. lögum nr. 45/2007.

Hér á vefnum er annars vegar fjallað um réttindi og skyldur þegar starfsmenn eru sendir til Íslands til að veita þjónustu og hins vegar þegar íslensk fyrirtæki senda starfsmenn sína til annarra landa EES í tengslum við veitingu þjónustu.

Á vefsíðunni www.posting.is er einnig fjallað um réttindi og skyldur vegna útsendra starfsmanna.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.