Eftir- og yfirvinna verslunarmanna


Í kjarasamningi verslunarmanna er gerður greinarmunur á eftirvinnukaupi og yfirvinnukaupi.

Fyrir vinnu utan dagvinnutímabils er greitt eftirvinnukaup þar til fullri vinnu hefur verið skilað.

Full vinna er:
167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki og
159,27 klst. hjá skrifstofufólki.

Yfirvinnutímakaup er greitt fyrir vinnu umfram það.

AFGREIÐSLUFÓLK

Eftirvinnukaup er greitt þegar starfsmenn skila ekki fullri dagvinnu en vinna að auki á kvöldin og um helgar. Þá greiðist eftirvinnukaup fyrir vinnu sem er skilað utan skilgreinds dagvinnutímabils svo og um helgar og á öllum frídögum nema stórhátíðardögum, upp að 167,94 klst. hvern mánuð.

Fyrir vinnu umfram 167,94 klst. á mánuði greiðist yfirvinna.

Samanlögð dagvinna + eftirvinna má því ekki fara umfram 167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki. Greiddir en óunnir frídagar teljast til vinnutíma í þessu sambandi.

Viðmiðunin, 167,94 klst. á mánuði, miðast við full vinnuskil starfsfólks, eða 38,75 klst. hverja viku í 4,33 vikur (meðaltalsmánuður).

Dæmi:
Starfsmaður í afgreiðslu vinnur frá kl. 13:00 – 19:00 mánudaga til föstudaga og annan hvern laugardag frá 10:00 -16:00. Fyrir vinnu á virkum dögum milli 13:00 – 18:00 greiðist dagvinna, eða samtals 108 tímar fyrir mánuðinn eða 64,6% starfshlutfall (25/38,75=64,6%). Milli kl. 18:00-19:00 og á laugardögum greiðist eftirvinna, samtals 34 tíma fyrir mánuðinn. Samanlagður vinnutími starfsmannsins er því 108 + 34 = 142 tímar fyrir mánuðinn. Hann nær því ekki 167,94 klst. vinnu og fær því ekki greitt yfirvinnukaup.

Eftirvinna afgreiðslufólks utan dagvinnutíma
Eftirvinna afgreiðslufólks utan dagvinnutíma greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8235% af mánaðalaunum fyrir dagvinnu upp að 167,94 klst. vinnu hvern mánuð, sem jafngildir um 40% álagi á dagvinnutímakaup.

Eftirvinna afgreiðslufólks að nóttu
Eftirvinna afgreiðslufólks frá kl. 00:00 - 07:00, er þó greidd með hærra álagi, 0,8824% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að 167,94 klst. sem jafngildir um 50% álagi á dagvinnutímakaup, sbr. 1.7. í kjarasamningi SA og VR/LÍV.

Yfirvinna afgreiðslufólks
Vinna umfram 167,94 klst. er greidd með yfirvinnutímakaupi, en það nemur 1,0385% af mánaðalaunum fyrir dagvinnu.

Hlutastarfsfólk
Sama regla gildir um hlutastarfsfólk á skrifstofu, það fær greidda eftirvinnu fyrir kvöld- og helgarvinnu upp að 167,94 klst. vinnu á mánuði, en yfirvinnu fyrir vinnu umfram það. 

SKRIFSTOFUFÓLK

Eftirvinnukaup er greitt þegar starfsmenn skila ekki fullri dagvinnu en vinna þar fyrir utan á kvöldin og um helgar. Þá greiðist eftirvinnukaup fyrir vinnu sem er skilað utan skilgreinds dagvinnutímabils svo og um helgar og á öllum frídögum nema stórhátíðardögum, upp að 159,27 klst. hvern mánuð.

Yfirvinna greiðist því aðeins fyrir vinnu umfram 159,27 klst. á mánuði.

Samanlögð dagvinna + eftirvinna má því ekki fara umfram 159,27 klst. á mánuði hjá skrifstofufólki. Greiddir en óunnir frídagar teljast til vinnutíma í þessu sambandi.

Viðmiðunin, 159,27 klst. miðast við full vinnuskil starfsfólks, eða 36,75 klst. hverja viku í 4,33 vikur (meðaltalsmánuður).

Eftirvinna skrifstofufólks utan dagvinnutíma
Eftirvinna skrifstofufólks utan dagvinnutíma greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaðalaunum fyrir dagvinnu upp að 162,5 klst. vinnu hvern mánuð, (36,75 klst. að jafnaði á viku) sem jafngildir um 40% álagi á dagvinnutímakaup.

Eftirvinna skrifstofufólks að nóttu 
Eftirvinna afgreiðslufólks frá kl. 00:00 - 07:00, er þó greidd með hærra álagi, 0,9375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að 159,27 klst. sem jafngildir um 50% álagi á dagvinnutímakaup, sbr. 1.7. í kjarasamningi SA og VR/LÍV.

Yfirvinna skristofufólks
Yfirvinna skrifstofufólks umfram 159,27 klst. er greidd með yfirvinnutímakaupi, sem nemur 1,0385% af mánaðalaunum fyrir dagvinnu.

Hlutastarfsfólk
Sama regla gildir um hlutastarfsfólk á skrifstofu, það fær greidda eftirvinnu fyrir kvöld- og helgarvinnu upp að 159,27 klst. vinnu á mánuði, en yfirvinnu fyrir vinnu umfram það. 

UNNIÐ HLUTA ÚR MÁNUÐI

Tímafjöldinn 167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki fæst með því að margfalda vikulegum vinnutíma með meðaltalsmánuði, þ.e. 38,75*4,33 = 167,94 klst. Sá tímafjöldi miðar þá við að starfsmaður vinni allan mánuðinn.

Ef vinnu er skipt upp í ójafnt vinnutímabil, t.d. vaktir þar sem unnið er meira aðra vikuna og minna þá næstu, þá miðast við að heildarfjöldi greiddra dagvinnu- og eftirvinnutíma séu að hámarki 167,94 klst. fyrir hvern heilan mánuð. Vinna umfram það er þá greidd með yfirvinnukaupi.

Ef unnið er hluta úr mánuði, t.d. 2 vikur, er því aðeins miðað við það hlutfall af 38,75 klst. á viku við útreikning dagvinnu og/eða eftirvinnu, eða samtals 77,5 klst. Vinna umfram það á því tímabili yrði því greidd með yfirvinnukaupi. Þetta getur t.d. átt við þegar starfsmaður hefur störf um miðjan mánuð eða hluti mánaðar er tekinn út í orlofi eða launalausu leyfi.

MATAR- OG KAFFITÍMAR AFGREIÐSLUFÓLKS

Vinni starfsfólk í matar- eða kaffitímum fær það greitt sérstaklega fyrir það, nema samið hafi verið um aðra útfærslu. Öll neysluhlé nema hádegismatarhlé teljast til vinnutíma, sem þýðir að ekki má draga neysluhlé frá vinnutímanum, önnur en hádegismatarhlé.

Vinna hlutastarfsfólks í neysluhléum
Hjá hlutastarfsfólki er greidd eftirvinna í neysluhléum sem falla utan dagvinnutímabils, en 
ef unnið er í neysluhléum er greitt aukalega fyrir það, en greiðslureglur eru mismunandi eftir því hvenær sólarhringsins neysluhlé er.

Meginreglan er sú að hlutastarfsmenn fá greidda eftirvinnu fyrir vinnu í matar- og kaffihléum sem falla á tímabilið kl. 8:00 – 18:00, en fá greidda yfirvinnu fyrir vinnu í neysluhléum sem falla á tímabilið kl. 18:00 – 8:00. Sama regla gildir um helgar og á almennum frídögum. Sjá 3. kafla kjarasamnings SA og VR/LÍV.

GREIÐSLUREGLUR VEGNA VINNU Í NEYSLUHLÉUM HJÁ HLUTASTARFSFÓLKI Í AFGREIÐSLU

Sama regla gildir á virkum dögum og um helgar. Þá gildir einnig sama meginregla um skrifstofufólk, með þeirri undantekningu að kaffihlé á dagvinnutíma er þar 15 mínútur. 

Neysluhlé

Lengd

Tímabilið .....

Vinna í neysluhléi
er greidd með ....

Kaffihlé á dagvinnutíma

35 mín.

telst til vinnutíma

eftirvinnukaupi

Matarhlé í hádegi (1)

30 mín. –
1 klst.

telst ekki til vinnutíma

eftirvinnukaupi

Kvöldmatarhlé (2)

19:00 – 20:00

telst til vinnutíma

yfirvinnukaupi

Kaffihlé

22:00 – 22:20

telst til vinnutíma

yfirvinnukaupi

Matarhlé

03:00 – 04:00

telst til vinnutíma

yfirvinnukaupi

Kaffihlé

06:15 – 06:20

telst til vinnutíma

yfirvinnukaupi

(1) Réttur til hádegisverðarhlés miðast við a.m.k. 5 klst. vinnu á dagvinnutímabilinu og er tekið á tímabilinu kl. 12:00 – 14:00.

(2) Starfsmenn í verslunum sem mæta til vinnu kl. 16:00 eða síðar fá greiddar 5 mínútur fyrir hverja unna klst., þó að lágmarki 15 mínútur vegna neysluhléa sem eru ekki tekin. Vinni starfsmaður 4 ½ klst. eða lengur, á hann hins vegar rétt á óskertu 1 klst. matarhléi.

Síðast uppfært: Maí 2020

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.