Aðilaskipti að fyrirtækjum

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum vegna aðilaskipta að fyrirtæki eða hluta þess.

Gildir fyrir og eftir aðilaskipti
Bann þetta gildir bæði fyrir og eftir aðilaskiptin og nær því hvort tveggja til þess einstaklings / lögaðila sem hættir að vera vinnuveitandi starfsmanna og þess sem verður nýr vinnuveitandi.

Er uppsagnarverndin án takmarkana?
Bannið er ekki algilt. Uppsagnir eru heimilar þegar fyrir hendi eru efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður sem hafa í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækis. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.