Vinnutími og hvíldartími

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ ÞESSI HLUTI VEFSINS ER EKKI LENGUR UPPFÆRÐUR, ENDA NÝR VINNUMARKAÐSVEFUR KOMINN Í LOFTIР

Þegar vinna er skipulögð er mikilvægt að vinnuveitandi þekki ákvæði kjarasamninga um vinnutíma, neysluhlé, hvíldartíma og frídaga. Kjarasamningar eru mismunandi hvað þessa þætti varðar.

Iðulega koma upp ágreiningsmál þar sem deilt er um vinnufyrirkomulag, yfirvinnukaup, skipulag vaktavinnu, vinnu í neysluhléum o.s.frv. Mikilvægt er að ganga frá skýrum ráðningarsamningi sem tekur á helstu þáttum starfs, launa og vinnufyrirkomulags, sér í lagi ef á einhvern hátt er vikið frá ákvæðum kjarasaminga. 

Hér á vefnum er fjallað um flesta þætti kjarasamninga er lúta að vinnutíma en þar sem ákvæði kjarasamninga eru ekki samræmd þá verður vinnuveitandi ávallt að kynna sér þá kjarasamninga sem starfsfólk hans falla undir. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.