Jafnréttisáætlun

Sú skylda er lögð á fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að þau setji sér jafnréttisáætlun eða kveði á um jafnrétti í starfsmannastefnu sinni með skýrum hætti, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla („jafnréttislög“). 

Tilgangurinn með jafnréttisáætlun tengist náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. 

Hvað á að koma fram í jafnréttisáætlun?
Í jafnréttisáætlun eða eftir atvikum starfsmannastefnu skal sérstaklega kveðið á um markmið í jafnréttismálum og gerð skal áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem þeim eru áskilin í jafnréttislögum. 

Í áætlun skal því koma fram hvernig fyrirtæki muni tryggja:
a)   launajafnrétti,
b)   að laus störf standi opin jafnt konum og körlum,
c)   að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið,
d)   nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu,
e)   sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustað.

Endurskoða á þriggja ára fresti
Endurskoða skal jafnréttisáætlun eða eftir atvikum starfsmannastefnu á þriggja ára fresti.

Sjá nánar í III. kafla jafnréttislaga.

Á heimasíðu Jafnréttisstofu er að finna leiðbeiningar við gerð jafnréttisáætlunar.

Síðast uppfært: September 2020

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.