Jafn langur veikindaréttur og starfsmaður í fullu starfi
Starfsmenn í hlutastarfi vinna sér inn veikindarétt með sama hætti og starfsmenn í fullu starfi. Starfsmaður í hlutastarfi á þannig jafn langan veikindarétt og starfsmaður í fullu starfi og hafi hann t.d. áunnið sér eins mánaðar veikindarétt þá fær hann veikindalaun greidd í einn mánuð.
Þarf almennt að halda utan um skammtímaveikindi
Í flestum tilvikum þurfa vinnuveitendur aftur á móti að halda utan um skammtímaveikindi, 1 – 3 daga, og því er í flestum tilvikum skoðað hversu marga daga starfsmaður vinnur reglubundið á einum mánuði.
Ef starfsmaður í hlutastarfi vinnur t.d. þrjá daga vikunnar þá samsvarar það 13 dögum á mánuði (4,33 vikur x 3 dagar). Eins mánaðar veikindaréttur jafngildir þá 13 dögum á 12 mánaða tímabili.
Veikindaréttur á fyrsta starfsári
Umreikna verður veikindarétt þeirra sem vinna færri en fimm daga á viku þannig að veikindarétturinn sé jafnlangur og hjá starfsmönnum sem vinna hefðbundna dagvinnu fimm daga vikunnar, þ.e. að greiðslutímabil sé jafnlangt, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 11/2020. Vinnuveitendum standa tvær leiðir til boða sem útskýrðar eru nánar hér að neðan með dæmum.
A) Umreikningur veikindadaga í vinnudaga/vaktir
Formúlan er: áunninn veikindaréttur í dögum talið margfaldað með meðaltali unninna daga á viku deilt með fimm dögum vikunnar.
[Áunninn veikindaréttur í dögum talið] * [meðaltal unninna daga á viku] / 5.
Dæmi 1: Starfsmaður er með 10 daga veikindarétt eftir 5 mánaða starf (2*5). Starfsmaðurinn vinnur aðra hverja helgi eða 1 dag í viku að jafnaði. Hann er með 2 daga veikindarétt (10*(1/5)).
Dæmi 2: Starfsmaður er með 20 daga veikindarétt eftir 10 mánaða starf (2*10). Starfsmaðurinn vinnur á 12 klst. 2-2-3 vöktum eða 3,5 daga á viku að jafnaði (1/1). Hann er með 14 vakta veikindarétt (20*(3,5/5)).
Hér að neðan má sjá hver veikindarétturinn er á fyrsta starfsári m.v. mismunandi vinnutilhögun:
Starfstími
|
Vinna - frí 5-2
|
Vinna - frí 4-3
|
Vinna - frí 1-1 (2-2-3)
|
Vinna - frí 2-5
|
Vinna - frí 1-6 (2-12)
|
1 mánuður
|
2 dagar
|
1,6 dagar
|
1,4 dagar
|
0,8 dagar
|
0,4 dagar
|
2 mánuðir
|
4 dagar
|
3,2 dagar
|
2,8 dagar
|
1,6 dagar
|
0,8 dagar
|
3 mánuðir
|
6 dagar
|
4,8 dagar
|
4,2 dagar
|
2,4 dagar
|
1,2 dagar
|
4 mánuðir
|
8 dagar
|
6,4 dagar
|
5,6 dagar
|
3,2 dagar
|
1,6 dagar
|
5 mánuðir
|
10 dagar
|
8 dagar
|
7,0 dagar
|
4 dagar
|
2 dagar
|
6 mánuðir
|
12 dagar
|
9,6 dagar
|
8,4 dagar
|
4,8 dagar
|
2,4 dagar
|
7 mánuðir
|
14 dagar
|
11,2 dagar
|
9,8 dagar
|
5,6 dagar
|
2,8 dagar
|
8 mánuðir
|
16 dagar
|
12,8 dagar
|
11,2 dagar
|
6,4 dagar
|
3,2 dagar
|
9 mánuðir
|
18 dagar
|
14,4 dagar
|
12,6 dagar
|
7,2 dagar
|
3,6 dagar
|
10 mánuðir
|
20 dagar
|
16 dagar
|
14 dagar
|
8 dagar
|
4 dagar
|
11 mánuðir
|
22 dagar
|
17,6 dagar
|
15,4 dagar
|
8,8 dagar
|
4,4 dagar
|
12 mánuðir
|
21,67 dagar
|
17,33 dagar
|
15,16 dagar
|
8,67 dagar
|
4,33 dagar
|
Ef veikindaréttur er lengri, t.d. tveir mánuðir, þá er veikindaréttur m.v. fimm daga vinnuviku um 43 dagar. Réttur í 2-2-3 vaktakerfi er þ.a.l. t.d. um 30 vaktir.
B) Umreikningur veikindaréttar í vinnustundir
Umreikningur vinnustundir kemur helst til álita þegar vinnudagar eru óreglulegir.
Formúlan er: (a) lengd vinnudags (ef vinnudagar eru óreglulegir er rétt að miða við fulla dagvinnu á dag skv. kjarasamningi) * (b) veikindadagar á mánuði (fundið út með því að deila fjölda vinnudaga á viku að jafnaði með fimm. Ef vinna er óregluleg er rétt að miða við 2 daga á mánuði) * (c) starfshlutfall (ef starfshlutfall er undir 100%) * (d) fjöldi mánaða sem starfsmaður hefur unnið.
[lengd vinnudags] * [veikindadagar á mánuði] * [starfshlutfall] * [fjöldi mánaða sem starfsmaður hefur unnið]
Dæmi 1: Starfsmaður vinnur 4 daga vikunnar í 80% starfshlutfalli skv. kjarasamningi SA og MATVÍS. Veikindaréttur starfsmannsins eftir 5 mánaða starf er 59,2 klst. (7,4 virkar klst. á dag * 2 dagar á mánuði * 80% starfshlutfall * 5 mánuðir).
Dæmi 2: Starfsmaður vinnur óreglulega vinnu við afgreiðslu í verslun skv. kjarasamningi SA og VR/LÍV. Á síðustu 5 mánuðum hefur starfsmaðurinn unnið að meðaltali í 50% starfshlutfalli. Veikindaréttur starfsmannsins eftir 5 mánaða starf er 38,75 klst. (7,75 klst. á dag * 2 dagar á mánuði * 50% starfshlutfall * 5 mánuðir).
Með þessum aðferðum er tryggt að starfsmaður í vaktavinnu og hlutastarfi njóti jafn langan veikindarétt og starfsmaður í fullu starfi fimm daga vikunnar, þ.e. er á launaskrá jafn langt tímabil.