Ráðningarsamningar og fylgiskjöl

Á vinnuveitanda hvílir sú skylda að staðfesta skriflega ráðningu og ráðningarkjör starfsmanns. Vandaður ráðningarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining síðar og kostnaðarsamar deilur.

Mikilvægt er að vinnuveitandi undirbúi vel gerð ráðningarsamninga og kynni sér hvaða kröfur eru gerðar til þessarar samningsgerðar. Það getur hann m.a. gert með því að: 

  • Kynna sér umfjöllun um gerð ráðningarsamninga hér á vefnum
  • Nýta ráðningarform SA og aðlaga að sínum þörfum
  • Leita ráðgjafar hjá lögfræðingum SA

Fyrir flesta launamenn á vinnumarkaði nægir að nota það almenna ráðningarform sem hér er í boði. Það var útbúið sameiginlega af SA og ASÍ. 

Fyrir sérhæfða starfsmenn og sérfræðinga kann að vera nauðsynlegt að hafa ítarlegri ráðningarsamning þar sem tekið er á sérstökum skyldum. 

Hér til hliðar er einnig hægt að fara inn á fylgiskjöl og sérákvæði þar sem í boði eru dæmi um ýmis samningsákvæði, s.s. samkeppnisbann, vernd höfundaréttar o.fl. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.