Aðilaskipti að fyrirtækjum
Hvaða eru aðilaskipti?
Með aðilaskiptum er átt við yfirtöku / samruna fyrirtækja eða framsal hluta atvinnurekstrar (efnahagslegrar einingar sem heldur einkennum sínum) frá einum vinnuveitanda til annars, sbr. lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.
Hvaða reglur gilda við aðilaskipti?
Við aðilaskipti tekur nýr vinnuveitandi yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningum starfsmanna.
Nýjum vinnuveitanda er skylt að virða áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi verður sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda.
Þá er eldri vinnuveitanda óheimilt að segja starfsmanni upp störfum fyrir aðilaskiptin og nýjum vinnuveitanda eftir þau nema efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður séu fyrir hendi sem hafa í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækis.