Málm- og netagerðarmenn

Málm- og netagerðarmenn

Um rétt málm- og netagerðarmanna í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í 8. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar.

 

Lengd veikindaréttar og laun

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga málm- og netagerðarmanna rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði kjarasamnings um áunnin réttindi.

 

Starfstími Lengd   Laun
Fyrstu 6 mánuði 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð Full laun
Eftir 6 mánuði 1 mánuður Full laun
Eftir 2 ár 2 mánuðir

1 mán. full laun
1 mán. dagvinnulaun

Eftir 3 ár 3 mánuðir

1 mán. full laun
2 mán. dagvinnulaun

 

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar.

 

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm kemur réttur til dagvinnulauna í þrjá mánuði til viðbótar veikindarétti skv. framansögðu.

 

Áunninn réttur

Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur eins mánaðar rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig tveggja mánaða rétt eftir tveggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar gr. 8.1.1. í kjarasamningi SA og Samiðnar.

 

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. gr. 12.4.1. í kjarasamningi SA og Samiðnar.

 

Launagreiðslur í veikindum

Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

 

Full laun

Full laun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss (staðgengilslaun).

 

Dagvinnulaun

Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.