SALEK

SALEK stendur fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga.

Að SALEK hópnum standa atvinnurekendur, Samtök atvinnulífsins, ríkið, Samband ísl. sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, og heildarsamtök launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ.

Markmið SALEK samstarfsins er m.a. að  stuðla að því að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga með Norðurlöndin sem fyrirmynd. Markmiðið er að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis.

SALEK hópurinn, án BHM og KÍ, náði samkomulagi 27. október 2015 um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og grunn að nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd. Nýtt vinnumarkaðslíkan byggist á fjórum meginþáttum:

1. Leiðandi samningsaðilar geri kjarasamninga innan marka efnahagslegs svigrúms og með hliðsjón af samkeppnisstöðu útflutningsgreina.
2. Aðrir kjarahópar, smáir sem stórir, skuldbindi sig til að vinna innan þessa efnahagslega svigrúms.
3. Fastlaunahópum sé tryggð jafnstaða á við markaðslaunahópa með tengingu við launaskrið á vinnumarkaði.
4. Embætti ríkissáttasemjara verði eflt og skerpt á efnhagslegri ábyrgð þess við úrlausn kjaradeilna.

Skýrslur SALEK hópsins eða tengdar SALEK starfinu:

Í kjölfar kjarasamninga, launaþróun 2006 til 2015 - júlí 2016
Í aðdraganda kjarasamninga
- febrúar 2015
Í aðdraganda kjarasamninga
- október 2013
Kjarasamningar og vinnumarkaður á Norðurlöndum - maí 2013

Nokkrar fréttir SA tengdar SALEK:

10. nóvember 2016: Ófriðarbál á vinnumarkaði?
27. október 2015: 
Betri vinnubrögð og aukinn ávinningur
6. október 2015: Slitnar upp úr SALEK-viðræðum

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.