Byrjunarlaun 20 ára

Í kjarasamningum verkafólks og verslunarmanna miðast byrjunarlaun við 20 ára aldur. Laun 18 og 19 ára eru 95% af byrjunarlaunum 20 ára.

Þegar 18 og 19 ára einstaklingur hefur starfað a.m.k. 6 mánuði (að lágmarki 700 vinnustundir) í starfsgrein á hann rétt á byrjunarlaunum 20 ára. Einungis er litið til starfstíma / vinnustunda eftir að 16 ára aldri er náð.

Við 20 ára aldur er starfsreynsla metin að fullu við röðun í starfsaldursþrep og teljast þá 1800 stundir vera ársstarf. Áður en 20 ára aldri er náð á starfsmaður ekki rétt á hærri röðun í starfsaldursþrep.

Dæmi: Afgreiðslumaður hefur unnið a.m.k. 900 stundir hjá sama fyrirtæki þegar 20 ára aldri er náð. Hann á rétt á launataxta m.v. 6 mánuði hjá fyrirtæki.

Dæmi: 18 ára afgreiðslumaður hefur unnið 900 stundir hjá fyrirtæki eftir að 16 ára aldri var náð. Hann átti eftir 700 stundir (og að lágmarki 6 mánaða vinnu) rétt á byrjunarlaunum 20 ára en hann á ekki rétt á launataxta m.v. 6 mánuði hjá fyrirtæki.

Ákvæði þessi um lífaldur miðast við afmælisdag. Aldursþrep starfsmanna undir 18 ára aldri (17 ára og yngri) miðast við fæðingarár.

Við 22ja ára aldur á starfsmaður rétt til næsta þreps fyrir ofan byrjunarlaun en það gildir þó ekki um skrifstofufólk.

Starfsmaður skal leggja fram staðfestingu á starfsreynslu í starfsgrein og er starfsaldur metinn frá og með næstu mánaðamótum eftir að staðfesting liggur fyrir.

Síðast uppfært: September 2017

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.