Lífeyrissjóður - séreign

Hækkun mótframlags atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði til lífeyrissjóða byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015 og kjarasamningi SA, ASÍ og aðildarfélaga ASÍ frá 21. janúar 2016. Um nánari útfærslu og ráðstöfun er fjallað í sérstöku samkomulagi SA og ASÍ frá 15. júní 2016.

Hækkunin er liður í jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Mótframlag atvinnurekenda hækkaði í áföngum:

Frá 1. júlí 2016:   8,5%
Frá 1. júlí 2017: 10,0%
Frá 1. júlí 2018: 11,5%

Framlag atvinnurekanda umfram 8% er í samningi SA og ASÍ skilgreint sem "bundin séreign" (nú "tilgreind séreign"). Atvinnurekendur greiða mótframlagið í heild til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. 

Fjármálaeftilitið (FME) hefur talið að lífeyrissjóðum sé skylt að verða við beiðni starfsmanns um að ráðstafa tilgreindri séreigin til annars lífeyrissjóðs en skyldutryggingarlífeyrissjóðs, eins og gildir um almenna séreign.  

Álit FME
Svar ASÍ og SA
Andsvar FME

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.