Boðuð verkföll 2019

 

1) Verkfall Eflingar - stéttarfélags 8. mars frá kl. 10:00 - 23:59
Nær til félagsmanna Eflingar sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum sem er lögsagnar umdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

Verkfallið nær ekki til ræstingarfólks sem tekur laun skv. 22. kafla almenns kjarasamnings SA og Eflingar.

2) Verkfall Eflingar á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum frá og með 22. mars

Efling stéttarfélag boðaði sjö verkföll, tvö tengd hótelum, tvö tengd hópbifreiðafyrirtækjum og þrjú á strætóakstur Almenningsvagna Kynnisferða. Eftir dóm Félagsdóms 15. mars 2019, þar sem fjögur verkföll, sem hefjast áttu 18. mars, voru dæmd ólögmæt, standa eftirtalin þrjú verkföll eftir:

1) Verkfall frá og með 22. mars á 40 hótelum. Um er að ræða röð sólarhringsverkfalla: 22., 28. og 29. mars, 3., 4. og 5. apríl, 9., 10. og 11. april, 15., 16. og 17. apríl, 23., 24. og 25. apríl og ótímabundið frá 1. maí.

2) Verkfall frá og með 22. mars hjá hópferðafyrirtækjum. Um er að ræða röð sólarhringsverkfalla: 22., 28. og 29. mars, 3., 4. og 5. apríl, 9., 10. og 11. april, 15., 16. og 17. apríl, 23., 24. og 25. apríl og ótímabundið frá 1. maí.

3) Verkfall hjá Almenningsvögnum Kynnisferða vegna strætóaksturs frá og með 1. apríl.

Eftirtalin fjögur verkföll voru dæmd ólögmæt: 

1) Verkfall frá og með 18. mars á hótelum vegna tiltekinna verkefna
2) Verkfall frá og með 18. mars hjá hópbifreiðafyrirtækjum vegna tiltekinna verkefna
3) Verkfall frá og með 18. mars hjá Almenningsvögnum Kynnisverða v. fargjalda
4) Verkfall frá og með 18. mars hjá Almenningsvögnum Kynnisferða v. kynningarefnis o.fl.

3) Verkfall VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum frá og með 22. mars

Verkfall VR nær til 13 fyrirtækja í hópbifreiðaakstri og 20 fyrirtækja í hótelrekstri. Um er að ræða röð sólarhringsverkfalla: 22., 28. og 29. mars, 3., 4. og 5. apríl, 9., 10. og 11. april, 15., 16. og 17. apríl, 23., 24. og 25. apríl og ótímabundið frá 1. maí.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hjálpaðu okkur að bæta vefinn með því að gefa þitt álit á efni hans.